Uppruni og saga

gravure-de-goltzius-epagneul-1592 

Óumdeilt er að Breton er afkomandi fuglahunda, “chian d’oysel” (dog of the bird), sem talið er að allir síðhærðir standandi fuglahundar og spaniel tegundir eigi ættir sínar að rekja til. Veiðieðlið liggur því djúpt í genum þessarra hunda.

Það er ekki einfalt að rekja uppruna  tegundarinnar eins og við þekkjum hana í dag.  Heimildir um litla síðhærða hunda í Frakklandi sem taka stand á fugla, eru skráðar frá 14. öld. 

Til  voru til ýmsar tegundir af “epagneul” (á frönsku er orðið notað yfir standandi fuglahunda með síðan feld) víða um evrópu. Breton er  hugsanlega ein þessara tegunda. 

Síðhærður spánskur "fuglahundur"Á heimasíðu franska bretonklúbbsins er því haldið fram því fram að breton hafi einangrast og þróast á svæði sem hét “Armorican peninsula” í Frakklandi til forna. Þar í bretonhéraði hafi þeir mótast í aldanna rás, öðlast einkenni sín af harðgerðu umhverfi þar sem allt var “lítið”, “heilbrigt” og “kjarkað”.

Breton var fyrr á öldum fyrst og fremst sveitahundur með mikla og góða veiðieiginleika. Hann var ekki talinn til þeirra eðaltegunda sem notaðar voru til veiða af veiðimönnum aðalsmanna.

Hann vakti hinsvegar athygli þeirra sem sem heimsóttu bretonhéraðið fyrir einstaka, alhliða veiðihæfileika. 

Ekki er vitað hvort að blöndun við aðrar tegundir var upphaflega tilfallandi eða gerð með kynbætur í huga. Veiðimenn frá Englandi sem heimsóttu héraðið tóku oft með sér hunda en skildu þá eftir þegar þeir fóru. Talið er að þessir “innfluttu” hundar, enskur seti og cocker spaniel, hafi þannig óhjákvæmilega blandast við þessa innfæddu veiðihunda.

Árið 1907 var alþjóðlegur staðall Breton af staðfestur og franski Bretonklúbburinn var stofnaður ári síðar. Vinsældir tegundarinnar og árangur hennar víða um heim er mikilvægur vitnisburður um þau ræktunarmarkmið sem brautryðjendur settu fyrir tegundina í upphafi.

Þessi markmið eru að rækta hund sem er gáfaður, duglegur, hæfileikaríkur og framúrskarandi alhliða veiðihundur. 

Bærinn Callac á Bretaníuskaga er kölluð “höfuðborg” Bretona. Saga tegundarinnar hefur verið samofin menningu bæjarins í yfir hundrað ár. Þar er sérstakt safn tileinkað tegundinni: Maison de l’Epagneul breton (upplýsingar á ensku). Safnið var opnað árið 2017.
Á heimasíðu bæjarins fær safnið sérstaka síðu: http://www.mairie-callac.fr/tourisme/la-maison-de-l’épagneul-breton

Heimildarmynd um tegundina


Heimildir:

http://www.epagneul-breton.ws/en/ebreton/history/history.php
http://pointingdogblog.blogspot.com/2014/08/do-spaniels-point.html
http://pointingdogblog.blogspot.ca/2011/05/baw-breed-week_2.html
http://www.davidhancockondogs.com/archives/archive_671_728/714.html