Skapgerð

10734025_10204869222041185_3034806359894566240_nBretonar eru ljúfir og lífsglaðir hundar. Þeir eru einstaklega barngóðir og almennt þekktir fyrir að vera góðir og rólegir fjölskylduhundar.  Í þjálfun eru bretonar viljugir og fljótir að læra.

Eins og hjá öðrum hundategundum eru einstaklingar ólíkir að skapgerð. Heilt yfir er blíðlyndi einkennandi fyrir bretona. Eins og aðrir hundar þurfa þeir umhverfisþjálfun frá unga aldri,  staðfast uppeldi og skýr skilaboð. Bretonar eru mjög næmir á leiðréttingu og því er gott að kenna þeim bæði á heimili og í móa.