Deildarsýning tegundahóps 7

Sýningarsumarið fór frábærlega af stað hjá Bretonum en í dag fór fram fyrsta Deildarsýning tegundahóps 7 í áraraðir. Dómari var að þessu sinni Catherine Collins frá Írlandi. 6 bretonar voru skráðir og 5 mættir til leiks og urðu úrslitin eftirfarandi:
Netta (Meistaraflokkur) með Excellent og besti hundur tegundar, BOB
Hrímlands KK2 XA Blús leiðin heim (Opinn flokkur) með Excellent, íslenskt meistarastig og besti hundur af gagnstæðu kyni, BOS
Fagradals Bella Blöndal (Vinnuhundaflokkur) með Excellent og íslenskt meistarastig
Hrímlands KK2 Ronja (Vinnuhundaflokkur) með Excellent
Hraundranga AT Mói (Ungliðaflokkur) með Excellent
Þess má líka geta að Netta var valin í topp 6 í Besti hundur sýningar, BIS, af 11 tegundum en náði ekki sæti þar en engu að síður frábær árangur hjá henni.
Við óskum öllum þessum glæsilegu bretonum og eigendum þeirra til hamingju með árangurinn í dag.

Netta BOB sýnd af Sigrúnu Guðlaugardóttur og Hrímlands KK Blús BOS sýndur af Sigrúnu Guðlaugardóttur og Guðrúnu Dögg Sveinbjörnsdóttur. Dómari Catherine Collins
Fagradals Bella sýnd af Svafari og Hrímlands KK2 Ronja sýnd af Erlu Heiðrúnu
Hraundranga AT Mói sýndur af Kristínu Rögnu