Veiðipróf DESÍ 5.-7. apríl 2024

Veiðipróf DESÍ fór fram nú um helgina og þónokkrir bretonar mættu til leiks. Prófið var 3ja daga próf sem fór fram á sunnlensku heiðunum. Dómarar prófsins voru þeir Svein Kvåle og Morten Risstad frá Noregi ásamt okkar Einari Kalda. Keppnisflokkur var haldinn á sunnudeginum 7.april.

Föstudagur 05.04.

Í unghundaflokki (UF) tóku þátt þær Fagradals Bella, Hraundranga AT Ísey og Myrtallens MA Björt og náðu þær allar einkunn. Ísey og Bella tóku 1.einkunn og Myrtallens Björt 2.einkunn og var Hraundranga Ísey valin besti unghundur prófs (BHP) þann daginn. Dómari var Svein Kvåle.
Í opnum flokki (OF) mættu bræðurnir Hrímlands HB Rökkvi og Bangsi en því miður náðu þeir ekki að nýta sín tækifæri til einkunna. Dómari var Morten Risstad

Guðjón og Hraundranga AT Ísey 1. einkunn og BHP. Dómari Svein Kvåle
Svafar og Fagradals Bella 1.einkunn
Helgi og Mytallens MA Björt 2.einkunn

Laugardagur 06.04.

Í UF voru aftur mættar Bella, Ísey og Björt þar sem Bella og Ísey fengu báðar 2.einkunn en Björt náði ekki að nýta sín tækifæri. Fagradals Bella var var valin BHP og dómari var Morten Risstad.
Í OF var Bangsi eini bretoninn en því miður náði hann ekki heldur að nýta sín slepp til einkunnar. Dómari var Svein Kvåle.

Svafar og Fagradals Bella 2. einkunn og BHP. Dómari Mortin Risstad
Guðjón og Hraundranga AT Ísey 2.einkunn

Sunnudagur 07.04.

Í UF voru mætt Hraundranga systkinin Ísey, Mói og Assa þar sem Ísey fékk aftur 2.einkunn og BHP. Því miður náðu Assa og Mói ekki að nýta sín tækifæri og náðu ekki einkunn. Þess má geta að Hraundranga Ísey var einnig valin Besti hundur prófsins yfir alla helgina og af öllum hundum sem tóku þátt bæði í UF, OF og KF. Í verðlaun fékk hún farandsstyttu Deildar enska setans til varðveislu í 1 ár. Þetta verður að teljast frábær árangur hjá Ísey og sér í lagi þar sem Ísey er aðeins 14 mánaða gömul.
Í OF var Hrímlands Bangsi aftur mættur en náði því miður ekki að landa einkunn. Dómari var Svein Kvåle en hann dæmdi bæði UF og OF.
Hrímlands KK2 Ronja tók þátt í keppnisflokki sem dæmdur var af Einari Kalda og Mortin Risstad en Ronja náði ekki sæti að þessu sinni.

Guðjón og Hraundranga AT Ísey 2.einkunn og Besti hundur helgarinnar Dómarar Mortin Risstad og Svein Kvåle

Við óskum öllum þessu ungu og efnilegu bretonum og eigendum þeirra sem náðu einkunn um helgina innilega til hamingju með árangurinn sem og öllum öðrum einkunnahöfum prófsins. Þökkum Deild enska setans kærlega fyrir gott próf.