Veiðipróf Norðurhunda 26-28.04.24

Vorpróf Norðurhunda fór fram nú um helgina og mættu margir bretonar til leiks. Þeir sem komu og tóku þátt voru þau Hrímlands HB Vestri, Fóellu Aska, Tindur De La Riviere Ouareau og Hraundranga Ísey, Ugla, Assa og Mói. Prófið var gert út frá Narfastöðum í Reykjadal og dómarar voru að þessu sinni tveir og komu báðir frá Noregi, Karl Ole Jørgensen og Geir Rune Stensland.

Föstudagur 26.04
Unghundaflokkur: Ísey, Ugla, Assa og Mói mættu galvösk og stóðu sig vel í erfiðum og þungum snjó en dagurinn endaði þannig að Ísey landaði 1.einkunn og var besti unghundur prófsins. Ugla, Assa og Mói náðu því miður ekki að nýta sín tækifæri. Dómari var Geir Rune Stensland
Opinn flokkur: Vestri og Tindur náðu ekki að nýta sín slepp til einkunnar við aðstæður svipaðar og hjá unghundaflokkinum. Dómari var Karl Ole Jørgensen.

Hraundranga Ísey 1.einkunn og BHP

Laugardagur 27.04
Unghundaflokkur: Systurnar Ísey, Ugla og Assa stóðu sig vel þar sem þær allar náðu einkunn, Ísey með 2.einkunn og Assa og Ugla báðar með 3.einkunn. Dómari var Karl Ole Jørgensen.
Opinn flokkur: Vestri og Tindur náðu því miður ekki einkunn. Dómari var Geir Rune Stensland

Hraundranga Ísey 2.einkunn
Hraundranga Ugla 3.einkunn
Hraundranga Assa 3.einkunn

Keppnisflokkur 28.04
Fóellu Aska tók þátt en náði ekki sæti.

Við óskum Hraundranga Ísey, Össu og Uglu innilega til hamingju með árangurinn á þessu síðast vorprófi ársins sem og öllum öðrum einkunnahöfum prófsins. Vorprófin eru nú búin, við tekur sumarið með sýningum og sækiprófum sem gaman væri að sjá sem flesta bretona taka þátt í.