NKU Norðurlanda- og Reykjavík Winner sýning HRFÍ 9.júní 2024

Fyrri sumarsýning HRFÍ fór fram um helgina og voru 3 bretonar sýndir í dag. Dómari var að þessu sinni Paul Lawless frá Írlandi og dæmdi hann Nettu, Hraundranga AT Blue og Myrtallens Ma Björt.
Úrslitin voru eftirfarandi:
Netta (Meistaraflokkur) með Excellent, Norðurlandameistarastig og besti hundur tegundar, BOB RW-24
Hraundranga AT Blue (Ungliðaflokkur) með Excellent, Íslenskt-, Norðurlanda- og Ungliðameistarastig, Besti ungliðinn og besti hundur af gagnstæðu kyni, BOS
Myrtallens Ma Björt (Vinnuhundaflokkur) með Excellent, Íslenskt- og vara Norðurlandameistarastig

Þess má einnig geta að Netta náði í sitt síðasta Norðurlandameistarastig og getur nú sótt um Norðurlandameistaratitilinn NORDICCH 🙂

Frábær árangur hjá þessum ungu bretonum og við óskum þeim og eigendum þeirra innilega til hamingju. Hlökkum til að sjá sem flesta bretona mæta til leiks á seinni sumarsýningu HRFÍ sem fer fram í ágúst.

Blue BOS – Netta BOB Dómari Paul Lawless
Netta og Sigrún
Blue og Elín
Björt og Eydís
Netta BOB Blue BOS