Veiðipróf 2016

Nú eru komnar dagsetningar fyrir öll veiðipróf á heiði og sækipróf sem haldin verða á vegum fuglahundadeilda Hrfí á þessu ári. Þetta eru Fuglahundadeild, Írsk setadeild og Vorstehhdeild. Ef smellt er á myndina hér til vinstri af henni Fóellu Kolku, opnast tafla af síðu Fuglahundadeildar. Þar má sjá allar dagsetningar veiðiprófa og skráningarfrest. Skráningarfrestinn er gott […]

Veiðar með breton og fálka

Hún Guðbjörg Guðmundsdóttir benti okkur á þetta viðtal sl. vor. Í því er rætt við bretonræktanda sem þjálfar sína hunda í veiði með fálkum.  Það er mjög gaman að fá ábendingar um viðtöl og greinar sem fjalla um þessa fjölhæfu hundategund.

Nýtt bretonblóð!

Í haust voru fluttir inn frá Noregi tveir bretonhvolpar. Bylur (svart/hvítur rakki. Beðið er eftir staðfestingu á ræktunarnafni). Eigandi: Stefán Karl Guðjónsson. Vinterfjellet’s Héla (orange/hvít tík). Eigendur: Dagfinnur Smári Ómarsson og Pétur Alan Guðmundsson. Þessir hvolpar koma úr öflugum veiðilínum og eru kærkomin viðbót við okkar litla genamengi. Það verður spennandi að fylgjast með þeim næstu […]