Námskeið fyrir fuglahunda haust 2016

Þann 23-25. september  2016 verður haldið námskeið fyrir fuglahunda. Námskeiðið fer fram í Áfangafelli. Kennari á námskeiðinu er hinn rómaði hundaþjálfari Mattias Westerlund sem á og rekur hundaskóla Vision . Fullbókað er á námskeiðið og komust færri að en vildu. Hér má hlaða niður pdf skjali og lesa um skipulag kennslunnar: námskeið Hundskolan Vision (1)

Sækipróf sumar 2016

Í júní fór fram fyrsta sækipróf sumarsins. Niðurstöður má finna undir fréttum á heimasíðu Fuglahundadeildar. Næsta sækipróf fer fram 6. og 7. ágúst. Skráningarfrestur er til 27. júlí. Upplýsingar um skráningar í sækipróf er að finna á heimsaíðu  Fuglahundadeildar.

Góður árangur bretona í Kaldaprófinu

Það er ánægjulegt að færa góðar fréttir af bretonum á Íslandi. Í Kaldaprófinu sem fór fram helgina 6. – 8. maí stóð Vinterfjellet’s Bk Héla sig hreint frábærlega. Laugardaginn 7. maí hljóp hún í 1. einkunn og var valin besti hundur prófs. Á sunnudeginum hlaut hún 2. einkunn og var valin besti hundur prófs. Hjartanlega til […]