Breton

Óumdeilt er að Breton er afkomandi fuglahunda, “chian d’oysel” (dog of the bird), gravure-de-goltzius-epagneul-1592sem talið er að allir síðhærðir standandi fuglahundar og spaniel tegundir eigi ættir sínar að rekja til. Veiðieðlið liggur því djúpt í genum þessarra hunda.

Það er ekki einfalt að rekja uppruna  tegundarinnar eins og við þekkjum hana í dag en til eru heimildir um litla síðhærða hunda í Frakklandi sem taka stand á fugla, frá 14. öld. 


Bretonhundar eiga að vera “dúalhundar”. Það þýðir að þeir eiga að standast kröfur um útlit samkvæmt FCI, kröfur um veiðihæfileika og heilsufar sé ætlunin að nota einstakling í ræktun. Til þess að meta veiðihæfileika þarf hundurinn að fara í veiðipróf. Á heimasíðu Fuglahundadeildar má finna allar upplýsingar um veiðipróf fyrir standandi fuglahunda.


“Nauðsynlegt er þeim sem veltir fyrir sér að eignast fuglahund að gera sér grein fyrir því að með fuglahundi er hann að velja sér veiðifélaga til næstu tíu ára hið minnsta og fyrir höndum eru krefjandi verkefni, bæði við þjálfun og útiveru. 
(www.fuglahundadeild.is). Þjálfun bretona í megindráttum eins og annarra fuglahunda. Þeir eru taldir lærdómsfúsir og eru næmir á leiðréttingu.