Innfluttir hundar

Fyrsti bretoninn sem fluttur var til Íslands var tíkin, Kjelatind´s Pila. Hún kom til Íslands árið 1997 frá Noregi. Annar hundur var fluttur inn árið 2002, rakkinn M K – Tandri. Pila og Tandri voru pöruð árið 2003. Einn hvolpur kom í gotinu, Morgun Dögg í Apríl. Þau Pila, Tandri og Apríl eru öll látin.
Innfluttir Bretonar á Íslandi í dag eru þau Assa (Danmörk), Billi (Noregur), Arska (Finnland), Bylur (Svíþjóð), Klaki (Noregur), Hríma  (Svíþjóð), Norðan-Garri (Noregur), Tindur (Frakkland) og Blika (Frakkland)

« of 2 »