Til hamingju Hrímlandsræktun!

Í gær varð fjölgun hjá Hrímlandsræktun. Almkullens Hríma gaut 6 rökkum. Við óskum ræktendum Dagfinni og Stefáni hjartanlega til hamingju með gotið. Þeir félagar veita allar upplýsingar um ræktunina.

Væntanlegt got hjá Hrímlandsræktun

Nú hefur verið staðfest að von er að fimm hvolpum hjá Hrímlandsræktun upp úr mánaðarmótum júní/júlí. Foreldrar eru Almkullens Hríma og Bylur. Til að fá nánari upplýsingar hafið samband við Dagfinn Smára hjá Hrímlandsræktun.

Kaldapróf Norðurhunda 2021

Kaldapróf Norðurhunda fór fram  helgina 30. – 2. maí. Nokkrir bretonar voru meðal þáttakenda, þau Bylur, Rypleja´s Klaki, Almkullens Hríma og Blika. Eigendur og leiðendur voru Dagfinnur Smári og Stefán. Rypleja´s Klaki hlaut 2. einkunn í opnum flokki á laugardegi og var valinn besti hundur prófs. Bæði Bylur og Blika áttu góð hlaup en áttu […]