Stigahæstu hundar FHD 2022

Á dögunum voru stigahæstu hundar Fuglahundadeildar HRFÍ heiðraðir fyrir árið 2022. Það er virkilega gaman að segja frá því að á heiðaprófum var Rypleja´s Klaki stigahæstur með samtals 25 stig bæði úr Opnum- og Keppnis flokki. Glæsilegur árangur hjá Klaka og óskum við honum og Dagfinni innilega til hamingju.

Vorpróf Norðurhunda 28-30. apríl 2023

Um helgina fór fram vorpróf Norðurhunda og fór prófið fram á Norðurlandi. Prófið var sett alla dagana að Narfastöðum í Reykjadal og var góð þátttaka í prófið. Bretonar gerðu gott próf þar sem á föstudeginum landaði Hrímlands HB Bangsi 2. einkunn í unghunda flokki og var einnig valinn besti unghundur prófsins, eigandi hans Elís Ármannsson […]

Vorpróf DESÍ 14.-16.apríl 2023

Vorpróf DESÍ fór fram dagana 14.-16. apríl og fjölmenntu Bretonar í prófið bæði í unghunda- og opinn flokk. Ekki tókst að ná fram einkunn á unghundana en á laugardeginum lönduðu bæði Hrímlands KK2 Ronja og Rypleja´s Klaki 1.einkunn. Ronja fékk einnig þann heiður að vera besti hundur í opnum flokki um helgina og þar sem […]