Væntanlegt got – mars 2023

Nú hefur verið staðfest að hvolpar eru væntalegir hjá Hrímlands ræktun. Pöruð voru Pi Blika De La Riviere Ouareau og ISFTCh RW-19 Bylur og eiga hvolparnir að koma í heiminn í mars. Til að fá nánari upplýsingar um gotið hafið samband við Stefán Karl Guðjónsson í síma 843-7721 eða stebbik@gmail.com

Væntanlegt got – febrúar 2023

Staðfest hefur verið að nýjir Breton hvolpar munu koma í heiminn um miðjan febrúar ef allt gengur vel. Foreldrar eru C.I.B. ISCh ISJCh NORDICCh NML RW-18 Fóellu Aska og RW-21 Puy Tindur De la Riviere Ouareau. Til að fá nánari upplýsingar um gotið hafið samband við Helga Jóhannesson í síma 694-9753.

Enn bætist við Breton stofninn

Enn á ný eru tveir nýjir Bretonar að bætast við stofninn okkar. Jón Valgeirsson er að flytja inn 7 mánaða rakka frá Danmörku, Østfyns Pigeon sem kemur til með að svara nafninu Elvis. Elvis er undan Engbjergvejs Fanch og Østfyns Maji sem bæði eru frá Danmörku og með góðan veiðiprófaárangur þaðan. Elvis mun koma úr […]