Winter Wonderland og Ísland Winner sýning HRFÍ 2024


Nú um helgina fór fram síðasta sýning ársins og voru bretonar sýndir á sunnudeginum. Dómari var að þessu sinni Mats Jonsson frá Svíþjóð sem dæmdi þær Nettu og Hraundranga Ísey sem mættar voru í dóm. Úrslit voru eftirfarandi:

Hraundranga AT Ísey Lóa var sýnd í vinnuhundaflokki af Guðjóni og varð besti hundur tegundar BOB með Excellent, íslenskt- og norðurlanda meistarastig ásamt því að fá titilinn Ísland Winner 24. Einnig fékk hún Crufts qualification.
Netta var sýnd í meistaraflokki af Sigrúnu með Excellent, CK og vara norðurlanda meistarastig.

Guðjón og Hraundranga AT Ísey Lóa – BOB
Sigrún og Netta – Excellent

Guðjón fór síðar með Ísey í úrslit í tegundahópi 7 sem landaði þar 4.sætinu (BIG4) aðra sýninguna í röð sem er glæsilegur árangur hjá svo ungri tík.

Dómari Mats Jonsson, Guðjón og Hraundranga AT Ísey Lóa 4.sæti í grúbbu 7

Við óskum Hraundranga AT Ísey og Nettu til hamingju með árangurinn á síðustu sýningu ársins 2024 og hlökkum til að fylgjast með árangri bretona á komandi sýningarári 2025.