Áfangafellsprófi Fuglahundadeildar lauk í gær. Þetta stærsta próf ársins sem markar lok veiðprófa fuglahunda ár hvert var venju samkvæmt haldið á Auðkúluheiði. Bretonarnir okkar áttu stórleik í prófinu undir handleiðslu Dagfinns Smára. Almkullens Hríma landaði 2 x 1. einkunn og í gær var hún valin besti hundur prófsins. Glæsilegur árangur. Bylur átti svo stórleik í […]
Fóellu Aska hlaut á dögunum nýjan titil: NORDICCh sem þýðir að hún er Norðurlanda sýningarmeistari (Nordic Show Champion). Fegurri getur maður varla orðið. Við óskum eigendum, Elvu og Helga, hjartanlega til hamingju með Ösku.
Rypleja´s Klaki heldur áfram að gera sérdeilis frábæra hluti í veiðiprofum í Noregi. Í dag landaði hann 1. sæti í keppnisflokki í Kautokenoprófinu. Leiðandi Klaka í prófinu var Jan-Erik Jensen. Við óskum eigendum og leiðanda hjartanlega til hamingju með frábæran árangur. Á morgun keppa þeir Klaki og Jan-Erik til úrslita.