Bretonar með frábæran árangur í Áfangafelli

Áfangafellsprófi Fuglahundadeildar lauk í gær. Þetta stærsta próf ársins sem markar lok veiðprófa fuglahunda ár hvert var venju samkvæmt haldið á Auðkúluheiði. Bretonarnir okkar áttu stórleik í prófinu undir handleiðslu Dagfinns Smára. Almkullens Hríma landaði 2 x 1. einkunn og í gær var hún valin besti hundur prófsins. Glæsilegur árangur. Bylur átti svo stórleik í […]

Nýr titill í hús hjá Ösku

Fóellu Aska hlaut á dögunum nýjan titil: NORDICCh sem þýðir að hún er Norðurlanda sýningarmeistari (Nordic Show Champion). Fegurri getur maður varla orðið. Við óskum eigendum, Elvu og Helga, hjartanlega til hamingju með Ösku.

Klaki heldur áfram að landa frábærum árangri í Noregshreppi.

Rypleja´s Klaki heldur áfram að gera sérdeilis frábæra hluti í veiðiprofum í Noregi. Í dag landaði hann 1. sæti í keppnisflokki í Kautokenoprófinu. Leiðandi Klaka í prófinu var Jan-Erik Jensen. Við óskum eigendum og leiðanda hjartanlega til hamingju með frábæran árangur. Á morgun keppa þeir Klaki og Jan-Erik til úrslita.