Winter Wonderland sýning HRFÍ helgina 26.-27. nóvember 2022

Nú um helgina fór fram síðasta sýning ársins og var einn Breton sýndur en það var hún Netta. Netta var sýnd í eldri hvolpaflokki (6-9 mánaða), fékk sérlega lofandi umsögn og var besti hvolpur tegundar. Dómari var Norman Deschuymere frá Belgíu. Við óskum Erlu og Guðmundi til hamingju með Nettu sem á framtíðina fyrir sér […]

Frábær árangur Bretona í veiðiprófum haustsins 2022

Norðurhundar stóðu fyrir fyrsta heiðaprófi haustsins 2022 og fór það próf fram helgina 17-18. september á Vaðlaheiði. Dómari prófsins var Guðjón S. Arinbjarnarson en prófið var vel sótt og Bretonar röðuðu inn einkunnum báða dagana. Einungis var prófað í opnum flokki (OF) þar sem engir unghundar sóttu prófið.Gaman er að segja frá því að Blika […]

Klaki er kominn aftur heim

Rypleja´s Klaki er komin aftur heim til Íslands og óhætt að segja að hann komi heim hokinn af reynslu. Meðal afreka hans er löng slóð af litlum bretonhvolpum eða alls 27. Þar af eru 21 hvolpar úr 5 gotum í Noregi og 6 hvolpar úr einu goti í Finnlandi. Fyrir á Íslandi eru til 12 […]