Áfangafells próf FHD í RVK dagana 22.-24. sept 2023 – Nýr veiðimeistari úr röðum bretona
Áfangafells próf FHD var að þessu sinni haldið sunnan heiða og voru 3 bretonar skráðir í prófið.
Á föstudeginum tóku Van’t Passant Tíbra, leidd af Dagfinni Smára, og Fagradals Bella Blöndal, leidd af Svafari, þátt í unghundaflokki sem dæmdur var af Kalle Stolt frá Svíþjóð. Fagradals Bella var að taka þátt í sínu fyrsta veiðiprófi en hvorki hún né Tíbrá náðu að nýta sín tækifæri og hlutu því miður ekki einkunn að þessu sinni.
Rypleja´s Klaki tók þátt í opnum flokki og var leiddur af Örnu Ólafsdóttir en náði ekki einkunn þar. Opna flokkinn dæmdi Kjartan Lindbøl frá Noregi.
Enginn breton var skráður í próf á laugardeginum en á sunnudeginum tók Klaki þátt í keppnisflokki sem dæmdur var af Kalle Stolt og Guðjóni Arinbjarnarsyni.
Klaki gerði sér lítið fyrir og vann keppnisflokkinn, náði 1.sætinu með meistarastigi og hefur því náð öllum skilyrðum til að sækja um Veiðimeistara titil (ISFtCh). Algjörlega frábær árangur hjá Klaka og Dagfinni Smára og óskum við þeim báðum innilega til hamingju með árangurinn og nýja titilinn. Klaki kemur því til með að fá nafnbótina ISFtCh RW-18 Rypleja´s Klaki von bráðar.
Við óskum öðrum einkunna- og sætishöfum einnig til hamingju með árangurinn um helgina. Mynd fengin að láni frá FHD með leyfi.