Bretonar tóku þátt í sækiprófi DESÍ

Sækipróf DESÍ fór fram dagana 17.-18. ágúst 2023 og tóku 2 bretonar þátt í fyrsta skiptið síðan 2014. Netta og Hrímlands KK2 Ronja mættu galvaskar, Netta í unghundaflokkinn og Ronja í opinn flokk.
Það er virkilega gaman að segja frá því að Netta landaði 3.einkunn í unghundaflokki með 6/10 í vatni og 5/10 í leit á landi. Því miður náði Ronja ekki að leysa hluta af sínu verkefni og náði því ekki einkunn í dag.
Við óskum Nettu og Gumma innilega til hamingju með árangurinn og þökkum bæði Nettu og Ronju fyrir að hafa tekið af skarið og mætt í sækipróf. Hamingjuóskir fá allir einkunnahafar í prófinu sem var dæmt af Unni Unnsteinsdóttir.

Netta og Hrímlands KK2 Ronja