Veiðipróf Norðurhunda 5-6. september 2020

Veiðipróf standandi fuglahunda á vegum Norðurhunda og HRFÍ fór fram helgina 5.-6. september.  Dómari var Svafar Ragnarsson og dómaranemi var Einar Örn Rafnsson. 5 Bretonar tóku þátt, þau Aska, Hríma, Skíma, Blika og Tindur. Veðrið lék við hunda og menn á laugardaginn og komu 4 einkunnir í hús. Í unghundaflokki voru tveir hundar með einkunn, Steinahlíðar […]

Norðurljósasýning HRFÍ 2020

Nú um helgina fór fram Norðurljósasýning HRFÍ sem einnig er alþjóðleg sýning og voru tveir bretonar sýndir. Almkullens Hríma var sýnd af Elínu Þorsteinsdóttur en Hríma nældi sér í bæði íslenskt og alþjóðlegt meistarastig og var Best of Breed (BOB). Hrímlands KK2 Ronja var sýnd af Viðari, eiganda sínum, í hvolpaflokki (6-9 mán) og fékk lofandi […]

Stigahæstu hundar Fuglahundadeildar HRFÍ

Nú í dag voru tilkynntir stigahæstu hundar Fuglahundadeildar og það er gaman að segja frá því að Fjellamellas AC Norðan – Garri er stigahæsti unghundurinn (5 stig) og Rypleja´s Klaki  stigahæstur í Opnum flokki (23 stig) á heiðarprófum 2019. Við óskum Klaka, Garra og eigendum þeirra innilega til hamingju með árangurinn. Sjá frekari úrslit hér