Norðurljósasýning HRFÍ 2024 – alþjóðleg sýning

Norðurljósasýning HRFÍ fór fram nú um helgina 2-3.mars og mættu 3 bretonar til leiks eða þau Netta, Elvis – Østfyns Pigeon og Hraundranga AT Ísey. Dómarinn var Diane Ritchie Stewart frá Írlandi.

Netta var sýnd í opnum flokki og fékk Excellent og varð besti hundur tegundar með íslenskt og alþjóðlegt meistarastig.

Netta ásamt Sigrúnu sýnanda sínum og Diane dómara

Elvis var sýndur unhundaflokki og fékk dóminn Very good sem og Ísey sem var sýnd í ungliðaflokki.

Við óskum Nettu, Elvis og Ísey innilega til hamingju með sýningarárangurinn.