Nú um helgina fer fram veiðipróf Vorstehdeildar a suðvesturlandi og munu þar taka þátt 6 bretonar eða þau Midtvejs Assa, Fóellu Myrra, Fóellu Kolka, Rypleja´s Klaki, AC Fjellmellas Norðan Garri og Almkullens Hríma. Þessu verður spennandi að fylgjast með og óskum við þeim öllum góðs gengis um helgina 🙂
Dagana 20. – 22. september var haldið Áfangafellsprófið sem er stærsta veiðipróf FHD. Prófið var sett í Glaðheimum á Blönduósi og var prófsvæðið á Auðkúluheiði. Þrír norskir dómarar dæmdu prófið, þeir Gunnar Gundersen, Bard Johansen og Dagfin Fagermo. Fulltrúar HRFÍ voru Sigurður Ben Björnsson og Guðni Stefánsson. Þrír bretonar tóku þátt í prófinu og voru […]
Það er löngu tímabært að setja inn fréttir af bretonum á Íslandi. Tíminn líður hratt og landið að fyllast af flottum bretonhundum. Okkar mat er að allir veiðimenn ættu að eiga minnst einn 🙂 Vel gengur að rækta upp stofninn og fjölgunin sem varð í sumar á vegum Hrímlandsræktunar, heilir 7 hvolpar, undan Fóellu Kolku […]