Yfirlit sýningaárangurs bretona 2019

Nú er sýningarárið 2019 búið og í ár voru 8 bretonar sýndir með góðum árangri. Breton eignaðist einn Íslenskan meistara á árinu þegar Fóellu Aska nældi sér í síðasta meistarastigið í sumar til að landa titlinum. Gaman er að sjá hvað stofninn okkar er að stækka og hvetjum við breton eigendur til að sýna hundana sína til ræktunardóms sem er stofninum til góða.