Bretonar á sýningu Hrfí í júní

Það verða þrír bretonar sýndir á hundaræktarsýningu Hundaræktarfélags Íslands sem fram fer þann 8., 9. og 10. júní á Víðistaðatúninu í Hafnarfirði. Þetta eru: Fóellu Aska, Fóellu Snotra og Rypleja’s Klaki.  Dagskrá liggur ekki fyrir ennþá en við tengjum hana inní fréttina þegar hún verður birt á heimasíðu félagsins. Dómaraáætlun má finna neðst á þessari […]

Nýtt bretonblóð!

Norðan – Garri kom úr einangrun í gær. Hann fékk blíðar móttökur hjá Midvej’s Össu sem verður uppeldismóðir hans. Hjartanlega til hamingju með þennan fallega hund Siggi Benni! Spennandi að fylgjast með þeim Klaka og Garra næstu árin. Í sumar verður svo tekið á móti enn einum nýjum breton á Íslandi, henni  Almkullens Hrímu.  Við […]

Bretonfréttir

Í dag, á lokadegi Kaldaprófsins sem fram fór um helgina, nældi Fóellu Aska sér í 2. einkunn og var valin besti hundur prófs í unghundaflokki. Engir aðrir bretonar náðu einkunn eða sæti í keppnisflokki í dag. Helgin var hreint út sagt stórkostleg fyrir þá bretoneigendur sem tóku þátt. Þessi minnsta tegund fuglahunda er heldur betur […]