Hún Guðbjörg Guðmundsdóttir benti okkur á þetta viðtal sl. vor. Í því er rætt við bretonræktanda sem þjálfar sína hunda í veiði með fálkum. Það er mjög gaman að fá ábendingar um viðtöl og greinar sem fjalla um þessa fjölhæfu hundategund.
Í haust voru fluttir inn frá Noregi tveir bretonhvolpar. Bylur (svart/hvítur rakki. Beðið er eftir staðfestingu á ræktunarnafni). Eigandi: Stefán Karl Guðjónsson. Vinterfjellet’s Héla (orange/hvít tík). Eigendur: Dagfinnur Smári Ómarsson og Pétur Alan Guðmundsson. Þessir hvolpar koma úr öflugum veiðilínum og eru kærkomin viðbót við okkar litla genamengi. Það verður spennandi að fylgjast með þeim næstu […]
Í veiðiprófi sem haldið var í Áfangafelli helgina 12. – 14. september hlaut Fóellu Kolka 1. einkunn. Leiðandi og eigandi: Dagfinnur Smári Ómarsson. Kolka hefur þar með unnið sér inn rétt til þátttöku í keppnisflokki. Glæsilegur árangur hjá þessari ungu og efnilegu tík. Hjartanlega til hamingju með árangurinn! Er þetta jafnframt eina próf haustsins þar […]