Breton
Óumdeilt er að Breton er afkomandi fuglahunda, “chian d’oysel” (dog of the bird), sem talið er að allir síðhærðir standandi fuglahundar og spaniel tegundir eigi ættir sínar að rekja til. Veiðieðlið liggur því djúpt í genum þessarra hunda.
Það er ekki einfalt að rekja uppruna tegundarinnar eins og við þekkjum hana í dag en til eru heimildir um litla síðhærða hunda í Frakklandi sem taka stand á fugla, frá 14. öld.