Nýbúið er að heiðra stigahæstu hunda Fuglahundadeildar HRFÍ fyrir árið 2023. Enn og aftur er það ISFtCh RW-18 Rypleja´s Klaki sem var stigahæstur bæði Opnum flokki og Keppnisflokki í heiðarprófum eftir norskum reglum. Stórglæsilegur árangur hjá Klaka og óskum við honum og Dagfinni innilega til hamingju með árangurinn. Þess má geta að Klaki var einnig […]
Winter Wonderland & Ísland Winner sýningin var haldin dagana 25.-26. nóv og tóku nú 4 bretonar þátt eða þau Netta, Myrtallens MA Björt og Hraundranga AT Blue og Ugla. Dómari var að þessu sinni David Connolly frá Írlandi. Netta var sýnd í unghundaflokki en Björt, Blue og Ugla voru öll sýnd í ungliðaflokki. Netta varð […]
Enn stækkar Breton stofninn þar sem Almkullens Hríma gaut 2 hvolpum þann 27. október síðastliðinn. Hríma og Veiðimeistari Klaki eignuðust eina tík og einn rakka og óskum við Hrímlands ræktun innilega til hamingju með hvolpana. Allar upplýsingar um gotið veitir Dagfinnur Smári.