Helgina 4-5. mars fór fram Norðurljósasýning HRFÍ og að þessu sinni tók einn Breton þátt. Netta var sýnd í ungliðaflokki í fyrsta sinn sem gekk svona glimrandi vel. Hún fékk ex-1, ck og 1. sæti (BOB) með íslenskt meistarastig, ungliðameistarastig og alþjóðlegt ungliðameistrastig. Dómari var Anthony Kelly frá Írlandi. Netta var sýnd af Sigrúnu Guðlaugardóttir […]
Fjölgun hefur orðið hjá Hrímlands ræktun þegar Pi Blika De La Riviere Ouareau gaut 4 hvolpum fyrir stuttu. Blika og Bylur eignuðust 3 rakka og 1 tík og óskum við Stefáni og Dagfinni innilega til hamingju með gotið. Stefán Karl gefur allar upplýsingar um ræktunina.
16. febrúar 2023 fæddust fyrstu hvolparnir hjá Hraundranga ræktun. Fóellu Aska og Tindur eignuðust 6 hvolpa, 4 tíkur og 2 rakka og óskum við ræktendum Helga og Eydísi innilega til hamingju með gotið. Helgi veitir allar upplýsingar um ræktunina.