Til hamingju Hraundranga ræktun

16. febrúar 2023 fæddust fyrstu hvolparnir hjá Hraundranga ræktun. Fóellu Aska og Tindur eignuðust 6 hvolpa, 4 tíkur og 2 rakka og óskum við ræktendum Helga og Eydísi innilega til hamingju með gotið. Helgi veitir allar upplýsingar um ræktunina.

Væntanlegt got – mars 2023

Nú hefur verið staðfest að hvolpar eru væntalegir hjá Hrímlands ræktun. Pöruð voru Pi Blika De La Riviere Ouareau og ISFTCh RW-19 Bylur og eiga hvolparnir að koma í heiminn í mars. Til að fá nánari upplýsingar um gotið hafið samband við Stefán Karl Guðjónsson í síma 843-7721 eða stebbik@gmail.com

Væntanlegt got – febrúar 2023

Staðfest hefur verið að nýjir Breton hvolpar munu koma í heiminn um miðjan febrúar ef allt gengur vel. Foreldrar eru C.I.B. ISCh ISJCh NORDICCh NML RW-18 Fóellu Aska og RW-21 Puy Tindur De la Riviere Ouareau. Til að fá nánari upplýsingar um gotið hafið samband við Helga Jóhannesson í síma 694-9753.