Fréttaannáll – síðsumar 2016

Þann 23. og 24. júlí  fjölmenntu bretoneigendur á sýningu hjá Hundarrrækarfélagi Íslands. Dómarar voru heilt yfir strangir sem verður að teljast jákvætt. Við bretonana okkar voru þeir mjög strangir. Allir hundarnir fengu “Very good”. Sú einkunn dugar mjög vel til ræktunar en þess ber að geta að hundar sem áður hafa fengið excellent á sýningum […]

Námskeið fyrir fuglahunda haust 2016

Þann 23-25. september  2016 verður haldið námskeið fyrir fuglahunda. Námskeiðið fer fram í Áfangafelli. Kennari á námskeiðinu er hinn rómaði hundaþjálfari Mattias Westerlund sem á og rekur hundaskóla Vision . Fullbókað er á námskeiðið og komust færri að en vildu. Hér má hlaða niður pdf skjali og lesa um skipulag kennslunnar: námskeið Hundskolan Vision (1)

Sækipróf sumar 2016

Í júní fór fram fyrsta sækipróf sumarsins. Niðurstöður má finna undir fréttum á heimasíðu Fuglahundadeildar. Næsta sækipróf fer fram 6. og 7. ágúst. Skráningarfrestur er til 27. júlí. Upplýsingar um skráningar í sækipróf er að finna á heimsaíðu  Fuglahundadeildar.