Vorpróf DESÍ 17-18. apríl 2021

Vorpróf DESÍ fór fram dagana 17-18. apríl og tóku 3 breton unghundar þátt eða þau Ronja, Móa og Tindur. Öll stóðu þau sig mjög vel en fyrri daginn fékk Móa sína fyrstu einkunn á veiðiprófi þegar hún landaði 2.einkunn. Seinni daginn fékk Ronja 2.einkunn og var einnig valin besti unghundur prófsþann daginn. Tindur náði ekki einkunn í þetta skiptið en stóð sig samt sem áður mjög vel. Við óskum Móu, Ronju og eigendum þeirra til hamingju með árangurinn sem og öllum öðrum einkunnahöfum í prófinu. Kærar þakkir fá dómarar prófsins þeir Svafar Ragnarsson og Guðjón Arinbjarnarson.