Vorpróf DESÍ 14.-16.apríl 2023
Vorpróf DESÍ fór fram dagana 14.-16. apríl og fjölmenntu Bretonar í prófið bæði í unghunda- og opinn flokk.
Ekki tókst að ná fram einkunn á unghundana en á laugardeginum lönduðu bæði Hrímlands KK2 Ronja og Rypleja´s Klaki 1.einkunn. Ronja fékk einnig þann heiður að vera besti hundur í opnum flokki um helgina og þar sem þetta var hennar fyrsta 1. einkunn er hún hér með komin með þátttökurétt í keppnisflokkinn. Ronja og Klaki tóku bæði þátt í keppnisflokki á sunnudeginum en náðu því miður ekki sæti þar. Engu að síður glæsilegur árangur hjá þeim báðum og óskum við Viðari og Dagfinni innilega til hamingju með árangurinn sem og öllum öðrum einkunnarhöfum helgarinnar. Dómarar prófsins voru Einar Örn Rafnsson og Tor Espen Plassgard.
Myndir fengnar að láni frá Deild enska setans á Facebook.