Veiðipróf Vorsteh 11.-13.10.24
Um helgina hélt Vorsteh deildin síðasta veiðipróf ársins á sunnlensku heiðunum. 4 bretonar voru mættir í unghundaflokkinn og voru það Hraundranga AT Assa, Ísey, Mói og Ugla. Dómarar voru að þessu sinni Ola Øie frá Noregi og Guðjón Arinbjarnaraon sem dæmdi keppnisflokkinn með Ola.
Á föstudeginum fengu bæði Hraundranga AT Mói og Ísey 2.einkunn og á laugardeginum gerði Hraundranga AT Ísey sér lítið fyrir og landaði 1.einkunn ásamt því að vera valin besti hundur prófs. Glæsilegur árangur há þeim systkinum og þess ber að nefna að þetta var þriðja 1.einkunn hjá Ísey á þessu ári.
Við óskum Guðjóni og Ísey, Kára og Móa innilega til hamingju með árangurinn sem og öðrum einkunnahöfum prófsins. Við þökkum Vorsteh deildinni og styrktaraðilum prófins fyrir frábært próf.
Veiðiprófatíminn er nú liðinn og fljótlega tekur við veiðitímabilið sem margir bíða spenntir eftir 🙂
Farið varlega á veiðum og njótið ykkar með Breton 🙂