Veiðipróf Norðurhunda – haust 2024

Fyrsta veiðpróf haustsins fór fram um helgina á norðurlandi og var skráning bretona með eindæmum góð. Alls voru skráðir 8 bretonar og mættu 7 til leiks eða þau Fagradals Bella Blöndal og Puy Tindur de la Riviere Ouareau í opnum flokki og Hraundranga AT Assa, Ísey, Mói, Ugla og Myrtallens Björt í unghunda flokki. Dómari prófsins var Paal Asberg frá Noregi.


Prófsvæði laugardagsins var Fljótsheiði og var prófinu startað í ágætis veðri sem fljótlega breytist í norðan garra og slyddu rigningu sem gerði hundunum erfitt fyrir og náði enginn breton einkunn þann daginn. Aðeins 1 einkunn náðist í unghunda flokki.
Prófsvæði sunnudagsins var einnig Fljótsheiði og heiðin skartaði sínu fegursta allan daginn með fullt af fugli. Alls komu 5 einkunnir í hús og þar af fengu Hraundranga Ísey og Guðjón 2.einkunn og Hraundranga Ugla og Óskar 3.einkunn. Björt tók ekki þátt þennan daginn. Bella og Tindur náðu ekki að nýta sín tækifæri í opna flokknum að þessu sinni né heldur unghundarnir Assa og Mói.


Við óskum Íseyju, Guðjóni, Uglu og Óskari innilega til hamingju með árangurinn sem og öðrum einkunnahöfum prófsins. Norðurhundar og styrktarðilar prófsins fá okkar bestu þakkir.

Hraundranga AT Ísey 2. eink UF – Guðjón og Paal
Hraundranga AT Ugla 3. eink. UF – Óskar og Paal