Veiðipróf Norðurhunda 30.sept-1.okt 2023

Haustpróf Norðurhunda var haldið á norðlensku heiðunum dagana 30. sept og 1.okt og tóku 2 bretonar þátt en það voru þau Fóellu Aska, leidd af Helga, og Puy Tindur De La Riviere Ouareau, leiddur af Eydísi. Dómarar prófsins voru Svafar Ragnarsson og Guðjón Arinbjörnsson. Prófstjóri var Páll Kristjánsson.

Aska og Tindur tóku þátt í opnum flokki á laugardeginum sem dæmdur var af Guðjóni en þar náði Aska að landa 2.einkunn en Tindur náði ekki að nýta sitt tækifæri. Opinn flokkur féll svo niður á sunnudeginum.

Við óskum Ösku innilega til hamingju með einkunnina sem og einu einkunnarhöfum í unghundaflokkinum þeim Jóni Þór og Yrju.

Fóellu Aska 2.einkunn OF og Ice Artemis Yrja 3.einkunn UF