Veiðipróf Norðurhunda 2.-4 maí 2025
Vorpróf Norðurhunda var haldið dagana 2.-4 maí síðastliðinn og voru 5 Bretonar skráðir í prófið eða þau Myrtallens MA Björt, Puy Tindur de la Riviere Ouareau og Hraundranga AT Mói, Assa og Ísey. Prófið var dæmt af þeim Kjartani Lindbøl og Geir Stenmark frá Noregi og Guðjóni Arinbjarnarsyni. Prófið var haldið á norðlensku heiðunum í frábæru veðri og heiðarnar bókstaflega iðuðu af fuglum sem stríddu bæði hundum og mönnum.
Á föstudeginum náðu 2 Bretonar einkunn í holli sem dæmt var af Kjartani Lindbol á Fljótsheiði. Mói og Kári nældu sér í 2. einkunn í OF og Tindur og Eydís í 3.einkunn í OF. Aðrir Bretonar náðu ekki að nýta sín tækifæri til einkunna um helgina.
Við óskum Móa og Kára, Tindi og Eydísi innilega til hamingju með árangurinn í prófinu sem og öðrum einkunnahöfum og um leið þökkum við Norðurhundum og styrktarðilum fyrir frábært próf. Nú er veiðiprófatímabilinu lokið i bili og við taka sækipróf og sýningar í sumar og hvetjum við sem flesta Bretona að sýna sig og taka þátt í viðburðum sumarsins.
🙂 Áfram Breton 🙂