Veiðipróf FHD í Áfangafelli 20.-22.09.24

Annað veiðipróf haustsins fór fram nú um helgina en það var Áfangafellspróf FHD. 4 Bretonar voru skráðir í prófið og mættu Fagradals Bella Blöndal (OF), Myrtallens MA Björt og Hraundranga AT Mói og Ísey (UF). Dómari var EInar Kaldi. Prófsvæðið var Auðkúluheiði að venju og voru aðstæður svipaðar alla helgina, hægur og á köflum lítill sem enginn vindur sem stríddi hundunum aðeins í móanum.


2 bretonar voru með einkunn, Hraundranga AT Mói fékk 3.einkunn á föstudeginum og Hraundranga AT Ísey fékk 2.einkunn á laugardeginum ásamt því að vera valinn besti unghundur prófsins þann daginn.


Við óskum Guðjóni og Ísey og Kára og Móa innilega til hamingju með árangurinn og hlökkum til að sjá meira til þeirra í næstu veiðiprófum sem og öðrum bretonum. Við þökkum FHD og styrktaraðilum prófsins kærlega fyrir gott próf og óskum um leið öðrum einkunnahöfum prófsins innilega til hamingju með sinn árangur.

Hraundraga AT Mói 3.eink – Kári og EInar
Hraundranga AT Ísey 2.eink og BHP – Guðjón og EInar