Veiðipróf það sem af er ári o.fl. skemmtilegt

Um leið og við segjum frá góðum árangri bretona á veiðiprófum það sem af er árinu 2019 kynnum við væntanlega viðbót við genamengi bretona á Íslandi. Þessir hvolpar koma frá Frakklandi úr ræktun de la Riviere Ouareau og eru eins og ávallt vandlega valdir til að bæta stofninn sem fyrir er.

Örstutt yfirlit árangurs 2019:

Sjö bretonar sem hafa tekið þátt í veiðiprófum það sem af er ári 2019. Samantekið eru þetta tuttugu og fjórar skráningar. Þarf af mættu þeir tuttugu sinnum í próf.
Tólf einkunnir komu í hús og árangurinn var eftirfarandi:

3x 1.einkunn
5x 2.einkunn
4x 3.einkunn
Einkunnahlutfall: 60% Fjöldi standa á prófi var 30 samanlagt hjá þessum sjö bretonum og alls hlupu þeir í 833 mínútur 🙂 Vel gert

Undir tenglingum “Bretonar á Íslandi” er að vinna síður allra bretonhunda á Íslandi. Á síðu hvers hund er tengill sem vístar beint í gagnagrunn Fuglahundadeildar. Þar má skoða árangur hundanna og umsagnir. Um leið viljum við þakka þeim sem sjá um að uppfæra gagnagrunninn fyrir vönduð og góð vinnubrögð.  Það er ómetanlegt að hafa aðgang að öllum þessum upplýsingum.

 

K.kv. frá bretoneigendum á Íslandi 🙂