Heilsufar
Bretonar er alla jafna mjög hraustir hundar. Meðalaldur þeirra er um 12,6 ár. Talið er að einn af hverjum fimm geti orðið 14 – 15 ára.
Sjúkdómar sem eru lítt þekktir í tegundinni en þeir þrír sjúkdómar sem finnast hjá henni teljast meðal þeirra sjúkdóma sem finnast í flestum öðrum hundategundum. Þetta er mjaðmalos (sjá tíðni á vef Orthopedic Foundation for Animals), rauðir úlfar og flogaveiki. Flogaveiki er þekkt í öllum tegundum hunda og þarf ekki að vera arfgeng (Helga Finnbogadóttir www.dyralæknaþjónustan).