Alþjóðlegur staðall
Alþjóðlegur staðall hundategunda eru þau viðmið sem hundar eru dæmdir eftir á hundasýningum. Ræktendum ber að fylgja þessum stöðlum og markmið þeirra á að vera að komast sem næst hinum dæmigerða einstaklingi sem staðallinn lýsir. Einstaklingar innan tegunda geta verið mjög ólíkir í útliti. Útlit þeirra og skapgerð á hinsvegar að rúmast innan þess ramma sem staðallinn segir til um.
Á Íslandi er áhersla lögð á að standandi fuglahundar, sem tilheyra grúppu 7 hjá Alþjóðlega hundarræktunarsamökunum FCI, séu “dúal” hundar. Það þýðir að ræktendur þeirra vilja að saman fari rétt byggingarlag samkvæmt alþjóðlegum staðli og eðlislægir veiðieiginleikar.
Því er markmið ræktenda bretona sem og allra ræktenda fuglahunda á Íslandi að þau dýr sem notuð eru til undaneldis hafi náð árangri á veiðiprófum og náð viðunandi bygginardómi á sýningu. Á vefsíðu Fuglahundadeildar má kynna sér ýmis atriði tengd sýningum.