Tvöföld útisýning HRFÍ 10.-11.júní 2023

Þann 10.-11. júní fór fram fyrri sumarsýning HRFÍ og tóku tveir bretonar þátt, Netta fór í ungliðaflokkinn og Myrtallens MA Björt í eldri hvolpaflokk (6-9 mánaða).
Á laugardeginum var Norðurlanda sýning þar sem Ozan Belkis frá Tryklandi dæmdi dömurnar og fékk Netta Very Good dóm og Björt Sérlega Lofandi dóm og varð Besti hvolpur tegundar.
Á sunnudeginum var alþjóðleg sýning og dómari þann daginn var Laurent Pichard frá Sviss. Netta rúllaði upp sínum sýningarhring og fékk Excellent dóm í ungliðaflokki með meistaraefni, íslensku meistarastigi, ungliðameistarastigi og alþjóðlegu ungliðameistarastigi. Netta var besti ungliði tegundar sem og besti hundur tegundar (BOB).
Gæsilegt há Nettu og getur hún því núna sótt um titilinn íslenskur ungliðameistari.
Myrtallens MA Björt sýndi sig líka vel og fékk aftur Sérlega Lofandi dóm í hvolpaflokknum og varð besti hvolpur tegundar.
Við óskum Nettu og Björt innilega til hamingju með sýningarárangurinn og hlökkum til að sjá þær áfram á sýningum sem og aðra bretona.

Netta
Myrtallens MA Björt