Tveir nýjir bretonar væntanlegir til landsins
Það er mikil gróska hjá breton á Íslandi. Síðsumars eru tvær breton tíkur væntanlegar til landsins.
Annars vegar er um að ræða tík, Van´t Passant Tíbrá. Hún kemur heim 10.ágúst ef allt fer að óskum. Tíbrá er undan Rypleja’s Klaka hans Dagfinns Smára. Klaki hefur verið erlendis síðustu misseri til að taka þátt í veiðiprófum út um allar koppagrundir með frábærum árangri. Á milli prófa kynntist nokkrum vel völdum breton tíkum. Klaki kemur aftur heim til Íslands í sumar. Hann er orðinn veraldarvanur þessi flotti hundur og skilur eftir sig slóð af hvolpum. Tíbrá litla er ein þeirra. Spennandi viðbót við Hrímlandsræktunina.
Einnig kynnum við til leiks hana Nettu frá Svíþjóð. Hún kemur líka til landsins í àgúst. Eigendur Nettu eru þau Erla Heiðrún Benedikstdóttir og Guðmundur Rúnar Árnason. Netta kemur til með að hjálpa Guðmundi við veiðar og mun àn efa sjàst á sýningum HRFÍ með Erlu. Hennar bíða allskonar ævintýri með eigendum sínum. Netta er undan spænskum rakka sem var fluttur inn til Danmerkur, Rambo II De Casa Ato, og franskri tík, Minuty De Passemarais, sem var flutt inn til Svíþjóðar frà Frakklandi. Netta er því kærkomin viðbót í litla Breton stofninn okkar og það verður gaman að fylgjast með henni í framtíðinni.