Til hamingju Hrímlands ræktun

Enn stækkar Breton stofninn þar sem Almkullens Hríma gaut 2 hvolpum þann 27. október síðastliðinn. Hríma og Veiðimeistari Klaki eignuðust eina tík og einn rakka og óskum við Hrímlands ræktun innilega til hamingju með hvolpana. Allar upplýsingar um gotið veitir Dagfinnur Smári.