Stigahæstu hundar FHD 2024
Búið er að heiðra stigahæstu hunda Fuglahundadeildar HRFÍ fyrir árið 2024. ISW24 Hraundranga AT Ísey Lóa varð stigahæsti unghundurinn að þessu sinni og óskum við henni og Guðjóni innilega til hamingju með árangurinn. Þess má geta að Ísey nældi sér í, með þessum árangri, 6 stig til veiðimeistara eftir norskum reglum.
Enginn breton náði stigum í Opnum eða keppnisflokki þetta árið.
Hraundranga ræktun var stigahæsta ræktunarnafnið í unghundaflokki á heiðarprófum eftir norskum reglum og óskum við Helga og Eydísi til hamingju með þann árangur.
Sýninga- og veiðiprófaárið 2025 er að ganga í garð og það verður gaman að halda áfram að fylgjast með árangri bretona á þeim vettvangi. Að lokum óskum við öllum öðrum hundum og eigendum þeirra sem voru heiðraðir voru fyrir árið 2024 til hamingju með árangurinn.
🙂 Áfram Breton 🙂