Stigahæstu hundar FHD 2023

Nýbúið er að heiðra stigahæstu hunda Fuglahundadeildar HRFÍ fyrir árið 2023. Enn og aftur er það ISFtCh RW-18 Rypleja´s Klaki sem var stigahæstur bæði Opnum flokki og Keppnisflokki í heiðarprófum eftir norskum reglum. Stórglæsilegur árangur hjá Klaka og óskum við honum og Dagfinni innilega til hamingju með árangurinn. Þess má geta að Klaki var einnig stigahæstur yfir allar tegundir ásamt enska setanum Kaldbaks Orku en þau voru jöfn að stigum með samtals 19 stig til veiðimeistara eftir norskum reglum.


Gaman er einnig að segja frá því að stigahæsti unghundurinn í heiðarprófum eftir norskum reglum var Hrímlands HB Bangsi og óskum við þeim Bangsa og Elís innilega til hamingju með það.

Netta varð einnig stigahæsti unghundurinn á norskum sækiprófum og því ber vissulega að fagna líka og óskum við Nettu og Gumma til hamingju með árangurinn.


Hrímlands ræktun var stigahæsta ræktunarnafnð bæði í Unghunda og Opnum flokki á heiðarprófum eftir norskum reglum og því vert að óska Dagfinni og Stefáni til hamingju með árangurinn.


Breton heldur áfram að gera það gott og því segjum við bara – Áfram Breton 🙂

Að sjálfsögðu óskum við öllum öðrum hundum og eigendum þeirra sem voru heiðraðir voru til hamingju með árangurinn.

Rypleja´s Klaki og Dagfinnur
Hrímlands HB Bangsi og Elís
Netta