Royal Canin veiðipróf Fuglahundadeildar – 2019

Dagana 20. – 22. september var haldið Áfangafellsprófið sem er stærsta veiðipróf FHD. Prófið var sett í Glaðheimum á Blönduósi og var prófsvæðið á Auðkúluheiði. Þrír norskir dómarar dæmdu prófið, þeir Gunnar Gundersen, Bard Johansen og Dagfin Fagermo. Fulltrúar HRFÍ voru Sigurður Ben Björnsson og Guðni Stefánsson.
Þrír bretonar tóku þátt í prófinu og voru það Fjellamellas AC Norðan Garri, Rypleja´s Klaki og Bylur.
Norðan Garri tók þátt í unghundaflokki en náði ekki að landa einkunn að þessu sinni.
Klaki tók þátt í keppnisflokki (KF) á föstudag en náði ekki sæti, fékk 1. einkunn í opnum flokki (OF) á laugardag og valinn besti hundur prófs í OF. Á sunnudag tók Klaki aftur þátt í KF en náði ekki sæti. Þess má geta að Klaki var eini hundurinn í prófinu sem fékk 1. einkunn í OF um helgina.
Bylur tók þátt í OF alla dagana, fékk 3. einkunn á föstudag og var valinn besti hundur prófs í OF, 2. einkunn á laugardag og 3. einkunn á sunnudag.
Við óskum Klaka, Byl og eigendum þeirra til hamingju með árangurinn 🙂

Hér er slóð á heimasíðu Fuglahundadeildar þar sem sjá má öll úrslit prófsins: http://www.fuglahundadeild.is/Newsmynd.aspx?ArticleID=2151