Nýjir bretonar – Fagradalshvolpar

Það fjölgaði um fimm í hópi Bretona á Íslandi þann 6. maí þegar hvolpar undan Fóellu Snotru og Puy Tind komu í heiminn. Hvolparnir bera ræktunarnafnið “Fagradals” og uppeldisbærinn er Hafnarfjörður. Eigendur Fóellu Snotru eru hjónin Kári Ibsen og Sigurrós Jónsdóttir. Foreldrarnir, sem eru bæði prófaðir veiðihundar, eru með eigendum sínum og leiðendum virkir í bretonsamfélaginu á Íslandi, stunda veiðar, æfingar og útivist með sínum allt árið um kring. Áhugasömum um gotið er bent á heimasíðu Fagradalsræktunar www.fagradals.is. Allar upplýsingar veitir Kári Ibsen. Við óskum þeim Kára og Sigurrós eigendum Snotru og Eydísi og Helga eigendum Tinds hjartanlega til hamingju með hvolpana.