Klaki er kominn aftur heim
Rypleja´s Klaki er komin aftur heim til Íslands og óhætt að segja að hann komi heim hokinn af reynslu. Meðal afreka hans er löng slóð af litlum bretonhvolpum eða alls 27. Þar af eru 21 hvolpar úr 5 gotum í Noregi og 6 hvolpar úr einu goti í Finnlandi. Fyrir á Íslandi eru til 12 hvolpar undan Klaka.
Einnig og ekki síður ánægjulegt er að Klaki skilur eftir sig frábæran árangur á veiðprófum úr ferð sinni til Noregshrepps. Þeim árangri höfum við gert góð skil hér á heimasíðunni. Hér er einnig frétt á heimasíðu Norska bretonklúbbsins þar sem fram kemur árangur Klaka í prófinu í Meråker 2021 þar sem hann landaði m.a. 1. sæti í keppnisflokki. Með fréttinni fylgja myndir af honum og leiðanda hans í Noregi, Jan-Erik Jensen.
Hér er á ferðinni úrvals eintak af breton og við óskum aðstandendum Hrímlandsræktunar hjartanlega til hamingju með þennan eðal hund og árangurinn.
Velkominn heim Klaki! 🙂