Kaldaprófið 2016

1509853_971102549648170_9001475640876561333_nBG2R5743Senn líður að einum stærsta viðburði ársins hjá Fuglahundadeild, Kaldaprófinu. Kaldaprófið er haldið á norðurlandi ár hvert og er jafnan vel sótt.
Bæði erlendir og innlendir dómarar dæma í prófinu sem er þriggja daga próf.

Það sem gerir þetta próf einstaklega skemmtilegt er samvera manna og hunda, sameiginlegir málsverðir og síðast en ekki síst hefðbundin kynningarferð í hið rómaða bjórhús Kalda.

Skráningarfrestur í prófið rennur út á miðnætti annað kvöld.
Upplýsingar um skráningu í prófið, gistingu og mat eru á heimasíðu Fuglahundadeildar http://fuglahundadeild.is/Newsmynd.aspx?ArticleID=1942

Árið 2015 tóku nokkrir bretonar þátt og tveir þeirra hlutu einkunn í opnum flokki. Fóellu Ari hlaut 2. einkunn  og Fóellu Kolka 3. einkunn. Sjá myndir hér fyrir ofan(Fóellu Kolka og Dagfinnur á myndinni til vinstri og Fóellu Ari og Albert á myndinni til hægri).

Í ár taka líklega nokkrir bretonar þátt í prófinu. Hverjir þeir eru kemur í ljós þegar skráningu lýkur og listi yfir þátttakendur hefur verið birtur. Við óskum ölllum þátttakendum í Kaldprófinu skemmtunar og góðs gengis.