Glæsilegur árangur!

Það var sannarlega góð helgi fyrir bretona á Íslandi í gær, laugardaginn 6. apríl. Í  fuglahundaprófi Vorstehdeildar hljóp Almkullens Hríma í fyrstu einkunn í unghundaflokki og var valin besti hundur prófs. Rypleja’s Klaki hljóp í fyrstu einkunn í opnum flokki og var valinn besti hundur prófs. Aðrir Bretonar sem tóku þátt voru Bylur og Fjellemellas Norðan – Garri. Dómari var: Alexander Kristiansen. Í dag, sunnudaginn 7. apríl, taka þeir Bylur og Klaki þátt í opnum flokki.

Það er afar ánægjulegt að sjá að þessi innfluttu ræktunardýr eru sannarlega vel valin.
Leiðandi Hrímu og Klaka er Dagfinnur Smári. Hjartanlega til hamingju með frábæran árángur eigendur, leiðandi og uppalendur 🙂 Það gerist sjaldan að sami leiðandi fær 1. einkunn á hund í bæði unghunda og opnum flokki og að báðir hundarnir eru að auki valdir sem besti hundur prófs hvor  í sínum flokki. Við bretonfólk gleðjumst mikið um þessa helgi. Við óskum öllum einkunnahöfum helgarinnar til hamingju og þökkum Vorstehdeild fyrir gott próf 🙂

Uppfært: Í dag 7. apríl var síðasti dagur vorstehprófsins. Það er skemmst frá því að segja að Rypleja’s Klaki hljóp aftur í 1. einkunn og var aftur valinn besti hundur prófs. Þetta er með því besta sem sögur fara af í fuglahundaportinu. Þvílík gleði að þessi ræktunardýr skuli vera svona vel heppnuð.

Nú þegar eru til 5 hvolpar undan Klaka og Fóellu Kolku  og verið er að plana næsta got. Það verður spennandi að sjá hvernig þeir koma til hvolparnir undan þeim í UF á þessu og næsta ári. 🙂 Áfram breton!