Glæsilegur árangur bretona á sýningu Hrfí

Annar góður dagur fyrir bretonana á alþjóðlegu hundasýningunni Hrfí sem fram fór um helgina. Puy Tindur De La Riviere Ouareau var valinn besti hundur tegundar á alþjóðlegri hundasýningu Hrfí. Hann hlaut m.a. alþjóðlegt meistarastig (1.EXC BOB CK 1.BTK CERT CACIB)

Tindur og Elín

Pi Blika De La Riviere Ouareau var valin besta tík tegundar í dag og hlaut m.a. alþjóðlegt meistarastig. (1.EXC BOS CK 1.BTK CERT CACIB)

Þau Bylur og Fóellu Aska hlutu bæði 1. einkunn í dag. Glæsilegur árangur hjá bretonum á Íslandi. Við óskum eigendum, leiðendum og ræktendum hjartanlega til hamingju.

Stefán, Blika og Bylur á fallegum vetrardegi