Enn bætist við Breton stofninn

Enn á ný eru tveir nýjir Bretonar að bætast við stofninn okkar.

Jón Valgeirsson er að flytja inn 7 mánaða rakka frá Danmörku, Østfyns Pigeon sem kemur til með að svara nafninu Elvis. Elvis er undan Engbjergvejs Fanch og Østfyns Maji sem bæði eru frá Danmörku og með góðan veiðiprófaárangur þaðan. Elvis mun koma úr einangrun í byrjun mars ef allt gengur vel.

Østfyns Pigeon (Elvis)

Í lok mars kemur síðan til landsins Myrtallens MA Björt frá Svíþjóð og mun Björt koma til með að eiga heima á Akureyri hjá Helga, Eydísi, Ösku og Tindi. Björt verður 5 og 1/2 mánaða þegar hún kemur til landsins. Björt er undan norskum rakka, Vinterfjellets Sör Alex, og sænskri tík, MadamMini sem líkt og foreldrar Elvis hafa bæði góðan veiðiprófaárangur í sínum heimalöndum.

Myrtallens MA Björt

Við óskum Jóni Valgeiri, Helga og Eydísi innilega til hamingju með þessa nýju Bretona sem verður bæði spennandi og gaman að fylgjast með í framtíðinni.